Frétt

Innköllun á Hot Madras Curry powder 400gr

Lagsmaður/fiska.is hefur innkallað Hot Madras Curry powder 400g, með best fyrir dagsetninguna 30-6-2023, Salmonella hefur mælst í kryddinu.

Fyrirtækið Lagsmaður/fiska.is hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) innkallað vöruna Hot Madras Curry Powder 400gr frá fyrirtækinu TRS, þar sem Salmonella hefur fundist í kryddinu.

Innköllunin á einungis við vöruna með best fyrir dagsetninguna 30.6.2023

Vörumerki: TRS

Vöruheiti: TRS Hot Madras Curry 400gr

Innflytjandi: Lagsmaður ehf / Fiska.is

Framleiðsluland: Indland

Framleiðandi: TRS Head Office, Southbridge Way, The Green, Southall, Middelesex UB2 4AX UK.

Geymsluskilyrði: Á þurrum stað.

Dreifing: Verslun fiska.is Nýbýlavegi 6,200 Kópavogi.

Lagsmaður ehf/fiska.is biður þá viðskiptavini sem enn eiga vöruna að farga henni eða skila henni gegn endurgreiðslu í verslun sína á Nýbýlavegi 6, Kópavogi. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 6914848 eða gengum tölvupóst fiska@fiska.is

Fréttatilkynning frá fyrirtækinu.