Frétt

Innköllun á Beikon og Brennivín kryddsultu frá Helvítis

Helvítis ehf hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað Beikon og Brennivín kryddsultuna með best fyrir dagsetningarnar 09.04.25 og 10.04.25 vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda (fiskur og hveiti).

Upplýsingar um vöruna:

Vörumerki: Helvítis                                                                        
Vöruheiti: Helvítis Beikon og Brennivín kryddsultan
Framleiðandi: Helvítis ehf
Innflytjandi: Á ekki við
Framleiðsluland: Ísland
Best fyrir dagsetningar: 09.04.25 og 10.04.25
Geymsluskilyrði: Geymist í kæli eftir opnun
Dreifing: Krónan, Melabúðin, Kjötkompaní, Kaupfélag Skagfirðinga, Taste of Iceland, Sælkerabúðin og Kjöthúsið

Fréttatilkynning