Frétt

Innköllun á Heilsubót lífrænu jurtate

Te inniheldur efni sem ekki er heimilt í lífrænni ræktun

Te og kaffi ehf. hefur innkallað vöruna i samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Jurtateið inniheldur varnarefnið chloropyrifos sem ekki er leyfilegt í lífrænni ræktun. Innköllun einskorðast við eftirfarandi best fyrir dagsetningar:

  • Vörumerki: Te & Kaffi
  • Vöruheiti: Heilsubót
  • Strikanúmer: 5690612015704
  • Nettómagn: 75 gr
  • Best fyrir dagsetningar: Allar dagsetningar frá 10.5.2021
  • Framleiðandi: Dethlefsen & Balk Import-Export GmbH
  • Framleiðsluland: Þýskaland
  • Dreifingaraðili: Te & Kaffi
  • Dreifing: Te & Kaffi, Innnes

Te & Kaffi biður neytendur sem keypt hafa teið vinsamlegast að skila því þangað sem það var keypt.