Innköllun á Gamaldags kleinuhringjum súkkulaði 4 stk. frá Lindabakarí vegna vanmerkt ofnæmisvalds n.tt. egg.
Lindabakarí hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna "Gamaldags kleinuhringir, súkkulaði, 4 stk." vegna vanmerkingar á ofnæmisvaldi n.tt. eggjum. Varan innheldur egg sem ekki voru tilgreind í innihaldslýsingu á umbúðum.
Upplýsingar um vöruna:
• Vörumerki: Lindabakarí.
• Vöruheiti: Gamaldags kleinuhringir, súkkulaði, 4 stk.
• Framleiðandi: Lindabakarí.
• Dreifing: Verslanir Hagkaups á höfuðborgarsvæðinu.
Von er á fréttatilkynningu og frekari upplýsingu frá Lindabakarí og verður tilkynning uppfærð jafnóðum.
