Frétt

Innköllun á Froosh Jarðaberja, Banana & Guava hristing.

Core heildsalar innkallar innkallar Froosh Jarðarberja, Banana & Guava 250 ml og 150 ml þar sem að varan inniheldur myglueiturefnið Patúlín

Core ehf hefur innkallað í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Seltjarnarnes og Mosfellsbæjar (HEF) Froosh Jarðarberja, Banana & Guava hristing 150 ml og 250 ml þar sem að varan inniheldur myglueiturefnið Patúlín.

Upplýsingar um vörurnar

Vörumerki: Froosh

Vöruheiti: Froosh Jarðarberja, Banana & Guava

Framleiðandi: Fazer

Innflytjandi: Core heildsala

Framleiðsluland: Svíþjóð

Lotunúmer/best fyrir dagsetning: 150 ml 3.8.2024, 1,9.2024, 7.9.2024. 250 ml 4.8.2024, 6.10.2024, 13. 10.2024

Geymsluskilyrði: Kælivara eftir opnun

Dreifing: Bónus, Krónan, Samkaup, Hagkaup, Melabúðin og Fjarðarkaup

Fréttatilkynning