Frétt

Innköllun á Krafti-Test Booster, Gyðju Lífskrafti og Fjörugrösum/klóþang (e. Harvested Irish sea moss/with Knotted wrack) framleitt af Ingling ehf. Vanmerktir ónæmis og óþolsvaldar.

Fyrirtækið Ingling ehf. hefur í samráði við við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vörurnar Kraft-Test Booster, Gyðju Lífskraft og Fjörugrös/ klóþang (e. Harvested Irish sea moss/with Knotted wrack). Ástæða innköllunar eru vanmerktir ónæmis og óþolsvaldar en vörurnar gætu innhaldið snefil af fiski, krabbadýrum eða skelfiski.

Vörumerki: Ingling.

Vöruheiti: Kraftur-Test Booster (180 hylki), Gyðja Lífskraftur (180 hylki),

Fjörugrös/klóþang (e. Irish sea moss with knotted wrack) (60 hylki).

Strikamerki: Öll lotunúmer.

Framleiðandi: Ingling ehf.

Framleiðsluland: Ísland.

Dreifing: Vefverslun Ingling ehf. (www.ingling.is), Mamma veit best, Heilsuver, Reykjavíkur Apótek - Granda, Mistur, Kush, Líkami og Boost, Sveitarbúðin UNA og Vistvæna búðin Akureyri

Þeir sem eiga umrædda/r vöru/r enn til og eru með ofnæmi eða óþol fyrir fiski, krabbadýrum eða skelfisk eru beðnir um að neyta hennar ekki, farga eða skila henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Ingling ehf. biður viðskiptavini sína afsökunar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Fyrir nánari upplýsingar um innköllun varanna er hægt að senda tölvupóst á netfangið:

ingling@ingling.is.

Fjörugrös/Klóþang (e. Harvested Irish sea moss/with Knotted wrack)
Gyðja Lífskraftur
Kraftur - Test Booster

Fréttatilkynning Ingling ehf.