Frétt

Innköllun á Ashwagandha innihaldsefni er yfir öruggum mörkum.

Innköllun á Ashwagandha þar sem að Ashwagnadha útdrættir eru yfir öruggum mörkum og matvælaöryggi því ekki tryggt.

Fyrirtækið Costco hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) innkallað vöruna Ashwagandha frá fyrirtækinu Youtheory, þar sem magn ashwaganda (útdráttur / extracts) er yfir mörkum þess sem talið er öruggt til inntöku.

Innköllunin á við allar lotur og allar dagsetningar.

Vörumerki: Youtheory

Vöruheiti: Youtheory Ashwagandha

Innflytjandi: Costco

Best fyrir / Lotunúmer: Allar dagsetningar/allar lotur

Framleiðsluland: USA

Dreifing: Viðskiptamenn Costco

Costco biður þá viðskiptavini sem enn eiga vöruna að farga henni eða skila henni gegn endurgreiðslu í verslun sína í Costco Kauptúni 3, Garðabæ. Skila skal vörunni á afgreiðsluborð ásamt bréfi sem að viðskiptavinir hafa fengið sent til sín.

Fréttatilkynning frá Costco