Frétt

Innköllun - IKEA matarílát fyrir börn

IKEA innkallar HEROISK og TALRIKA diska, skála og bolla

Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur borist upplýsingar um að IKEA hafi innkallað allar lotur af skálum, diskum og glösum að gerðinni Heroisk og Talrika. Framleiðandi vörunnar IKEA of Sweden hefur fengið upplýsingar um að vörurnar geti brotnað við notkun ef heitt innihald er sett í þær.

Upplýsingar um innköllunina bárust í gegnum evrópska viðvörunarkerfi RASFF.

Nánari upplýsingar um innköllunina má finna á heimasíðu IKEA: IKEA | Innkallanir