Frétt

Heilbrigðiseftirlitið var við smákökudeigi með ómerktum óþols- og ofnæmisvaldi (mjólk)

Ikea hefur stöðvað sölu og innkallað IKEA vegan smákökudeig. Varan getur innihaldið MJÓLKURsúkkulaði.

Ikea hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) innkallað vöruna vegan smákökudeig þar sem að varan getur innihaldið ómerktan óþols- og ofnæmisvald. Samkvæmt upplýsingum frá IKEA getur varan innihaldið mjólkursúkkulaðidropa.

Neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir mjólk eru varaðir við að neyta vörunnar. Varan er örugg þeim sem ekki hafa ofnæmi eða óþol fyrir mjólk.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við.

Vörumerki: IKEA

Vöruheiti: Vegan Smákökur með súkkulaðibitum

Best fyrir: 8. febrúar 2023

Geymsluskilyrði: Kælivara 0-4°C

Framleiðandi: Miklatorg hf. Kauptúni 4, 210 Garðabæ, sími 520 2500

Fréttatilkynning IKEA

Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að skila henni í verslun IKEA.

Nánari upplýsingar veitir IKEA.

https://www.ikea.is/is