Frétt

Tillaga að starfsleyfi fyrir niðurrif á húsi við Vesturvör 22 í Kópavogi

Heilbrigðiseftirlitið hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir niðurrif á húsi að Vesturvör 22 í Kópaovogi og flutnings á byggingarúrgangi þaðan til förgunar.

Heilbrigðisnefnd Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness auglýsir umbeðið leyfi samkvæmt ákvæðum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og með vísun í ákvæði 5. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, með síðari breytingum og til liðar 10.8 í viðauka X við sömu reglugerð er fjallar um niðurrif húsa og annarra bygginga

Starfsleyfishafi er Hönnun & Eftirlit ehf. og tekur starfsleyfið til  niðurrifs atvinnuhúsnæði að Vesturvör 22 í Kópavogi en skráðar lóðarhafar og húseiganda er V22 ehf. kt. 510110-0560 og Leigugarðar hf. kt. 571208-0240. Leyfið nær til hreinsunar á lóð, íbúðarhús af lausamunum og flutningi þess í viðeigandi förgun eða endurvinnslu og niðurrifs á húsi og til flutnings byggingarúrgangs til endurvinnslu eða förgunar.

Athafnasvæðið nær til lóðar Vesturvör 22.  Leyfishafi skal skerma vinnusvæðið af með traustri girðingu eftir þeim fyrirmælum sem byggingafulltrúi gefur. 

Drög að starfsleyfi