Frétt

Tillaga að starfsleyfi fyrir borun fyrir skíðasvæði

Heilbrigðisnefnd auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir borun fyrir snjóframleiðslukerfis í Bláfjöllum. Leyfishafi er Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf.

Heilbrigðiseftirlitið auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir borun á 350 metra holu sem nýt verður til vatnssöfnunar í tengslum við snjóframleiðslu í Bláfjöllum. Leyfið nær til borunar og gerð borplans sem verður um 1250 fm.

Framkvæmdin er innan vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins og fellur því undir heilbrigðissamþykkt nr. 555/2015 um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæmis sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Drög að starfsleyfi