Frétt

Innköllun á Durra Grape Leaves

Inniheldur varnarefni yfir mörkum

Heilbrigðiseftirlit Hafarfjarðar- og Kópavogssvæðis varar við neyslu á egypskum vínviðarlaufum Durra vegna varnarefnaleifa yfir mörkum sem City Market flytur inn. Neysla á matvælum sem innihalda of hátt magn varnarefnaleifa getur verið heilsuspillandi. 

Upplýsingar um vöruna 

●     Vörumerki: Durra 

●     Vöruheiti: Grape Leaves 

●     Best fyrir dagsetning: 14.4.2022 

●     Lotunúmer: 6741120 

●     Strikamerki: 6251136008796 

●     Dreifing: City Market, Nýbýlavegi 14 

●     Upprunaland: Egyptaland