Frétt

Innköllun á TRS black eye beans - Óleyfileg varnarefni

Fyrirtækið Lagsmaður (fiska.is) hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

Fyrirtækið Lagsmaður (fiska.is)  hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

Ólöglegt varnarefni ( chlorpyrifos) sem bannað er að nota í matvælum greindist í baununum.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi lotu með best fyrir 30.04.2022

  • Vörumerki: TRS Asia's finest foods
  • Vöruheiti: Black eye beans
  • Innflytjandi: Lagsmaður ehf.
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: P70463 með best fyrir dagsetningu 30.04.2022
  • Dreifing: fiska.is, verslanir Fisku á Nýbýlavegi 6 í Kópavogi og Lóuhólum 2 Reykjavík.

    Lagsmaður biður þá viðskiptavini sem enn eiga vöruna að farga henni eða skila henni gegn endurgreiðslu í verslanir sínar á Nýbýlavegi 6 í Kópavogi og Lóuhólum 2 í Reykjavík. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 6914848 eða í gegnum tölvupóst fiska@fiska.is.

Tengill á fréttatilkynningu Lagsmanns ehf.