Frétt

Innköllun á Atkins bread mix vegna óleyfilegra varnarefna - UPPFÆRT 5.11.2020

Uppfært: Í ljós hefur komið að fleiri lotur innihalda ethylen oxíð og hefur innflytjandi ákveðið að innkalla allar Bread Mix vörur af markaði.

Fyrirtækið Fit food ehf. (Bætiefnabúllan) hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis vegna þess að sesamfræ sem notuð eru við framleiðslu matvælanna innihalda varnarefnið ethylen oxíð sem óheimilt er að nota við framleiðslu matvæla.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innihalda efnið:

  • Vörumerki: Atkins
  • Vöruheiti: Bread mix
  • Framleiðandi: Simply Good Foods International B.V. | Dr. van Wiechenweg 2 | 8025 Zwolle | NL
  • Innflytjandi: Fit Food ehf, Kaplahrauni 1, 220 Hafnarfjörður
  • Framleiðsluland: Þýskaland
  • Best fyrir dagsetningar: 16-06-2021, 16-08-2021, 17-10-2021, 19-11-2021, 23-11-2021,
  • Dreifing: Samkaup

Innflytjandi hefur í varúðarskyni ákveðið að innkalla allar Bread mix vörurnar.

Viðskiptavinir eru vinsamlegast beðnir um að skila vörunni til Fit Food ehf. /Bætiefna-Búllan, Kaplahrauni 1, 220 Hafnarfjörður. Sími 5885700.

Netfang sala@baetiefnabullan.is

Fréttatilkynning Bætiefnabúllunar