Frétt

Innköllun á Just Milk Undanrennu og Léttmjólk sem Costco flytur inn.

Costco innkallar Undanrennu og Léttmjólk frá Just Milk, framleiðandi Candia, þar sem að framleiðandi getur ekki tryggt gæði vörunar.

Fyrirtækið Costco Kauptúni í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabærjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Seltjarnarnes og Mosfellsbæjar hefur innkallað Undanrennu og Léttmjólk frá Just Milk, framleiðandi Candia í Frakklandi þar sem að framleiðandi getur ekki tryggt gæði vörunar.

Upplýsingar um vörunar

Vörumerki: Candia

• Vöruheiti: Just Milk Skimmed ( Undanrenna)

• Framleiðandi: Candia

• Innflytjandi: Costco

• Framleiðsluland: Frakkland

• Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 23221 b.f.d 5.2.2024 og 23237 b.f.d 21.2.2024

• Geymsluskilyrði: Hilluvara

• Dreifing: Costco

Vörumerki: Candia

• Vöruheiti: Just Milk Semi Skimmed (Léttmjólk)

• Framleiðandi: Candia

• Innflytjandi: Costco

• Framleiðsluland: Frakkland

• Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 23209 b.f.d 24.1.2024 23210 b.f.d 25.1.2024 23220 b.f.d 4.2.2024

• Geymsluskilyrði: Hilluvara

• Dreifing: Costco

Fréttatilkynning frá fyrirtæki