Frétt

Bjór merktur glútenfrír inniheldur glúten

Snublejuice bjór inniheldur glúten

Heilbrigðiseftirlitið varar fólk með glúten óþol eða ofnæmi við neyslu á Snublejuice frá To Øl. Varan inniheldur glúten en er merkt glútenfrí. Fyrirtækið Rætur og vín ehf. hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlitið.

Varan er örugg þeim sem ekki hafa ofnæmi eða óþol fyrir glúteni.

Upplýsingar um vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Snublejuice

Framleiðandi:  To Øl

Framleiðsluland: Danmörk

Best fyrir:

● 30/05/23

● 31/05/23

● 15/06/23

● 03/08/23

● 19/08/23

● 06/09/23

● 27/10/23

● 14/11/23

● 14/11/23

● 22/12/23

● 23/12/23

Innflytjandi: Rætur og vín ehf. Vesturvör 32B, Kópavogi

Dreifing: ÁTVR og Brewdog

Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna geta skilað henni í næstu Vínbúð gegn endurgreiðslu.

Frekari upplýsingar veita Rætur og vín ehf. Sími: 860-2270, netfang: raeturogvin@gmail.com.