Frétt

Tillaga að starfsleyfi fyrir flutning seyru að Brúarfljóti 5A, Mosfellsbæ

Heilbrigðiseftirlitið hyggst veita Avalsson ehf., kt. 670319-1480, starfsleyfi til flutnings seyru í framhaldi af umsókn þar um.

Leyfið tekur til flutnings seyru, sbr. ákvæði 5. gr. reglugerðar 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. Við reksturinn ber að fylgja ákvæðum laga og reglugerða um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, t.a.m. reglugerð um fráveitur og skólp, og reglugerð um meðhöndlun seyru. Meðfylgjandi eru drög að starfsleyfinu.

Heimilt er að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna innan fjögurra vikna frá birtingu þessarar auglýsingar. Þær skulu berast til heilbrigðiseftirlitsins á netfangið hef@heilbrigdiseftirlit.is.

Drög að starfsleyfi