Frétt

Áramótabrennur 31.12.2022

Drög að starfsleyfum fyrir áramótabrennur á Seltjarnarnesi, Kópavogi, Mosfellsbæ, Garðabæ og Álftanesi

Heilbrigðisnefnd auglýsir hér með drög að starfsleyfum vegna fyrirhugaðra brenna sem haldnar verða 31.12.2022.

Meðfylgjandi eru drög að starfsleyfunum þar sem fram koma þau skilyrði og sértækar kröfur sem gerðar eru vegna mengunarvarna.

Áramótabrenna Seltjarnarnesi

Áramótabrenna Gulaþing Kópavogi

Áramótabrenna Aftureldingar neðan Holtshverfis við Leirvogstungu Mosfellsbæ

Áramótabrenna Álftanesi

Áramótabrenna Stjörnunnar Garðabæ

Þeir sem hafa athugasemdir við starfsleyfisdrögin skulu senda heilbrigðiseftirlitinu athugasemdir á netfangið hef@heilbrigdiseftirlit.is fyrir 29. desember 2022.