Frétt

Tillaga að starfsleyfi fyrir byggingu á skíðalyftum í Bláfjöllum

Í samræmi við heilbrigðissamþykkt nr. 555/2015 um verndarsvæði vatnsverndar veitir Heilbrigðisnefnd leyfi til að reisa tvær skíðalyftur í Bláfjöllum ásamt tilheyrandi mannvirkjum.

 

Með vísun til ákvæða 44. gr. heilbrigðissamþykktar nr. 555/2015 um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Kópavogsbæjar, Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar og með vísun til 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir veitir Heilbrigðisnefnd leyfi til að reisa tvær skíðalyftur í Bláfjöllum ásamt tilheyrandi mannvirkjum.  Samkomulag er milli heilbrigðisnefnda á höfuðborgarsvæðinu um útgáfu þessa starfsleyfis í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Leyfið gildir til 30. nóvember 2023 og tekur leyfið til mengunarvarna þ.m.t. til verklags, mengunarvarna og tímasetningu framkvæmda við að reisa tvær nýjar skíðalyftur á skíðasvæðinu í Bláfjöllum og fjarlægja eldri lyftur.

Heilbrigðisnefnd auglýsir hér með fyrirhugaða útgáfu og gildistöku starfsleyfis. Meðfylgjandi eru drög að starfsleyfinu þar sem fram koma þau skilyrði og sértækar kröfur sem gerðar eru vegna mengunarvarna. Þeir sem hafa athugasemdir við starfsleyfið skulu senda heilbrigðiseftirlitinu athugasemdir á netfangið hef@heilbrigdiseftirlit.is fyrir 1. apríl 2022.

Drög að starfsleyfi.