Heimasíða heilbrigðiseftirlitsins

Innan heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis eru Garðabær, Hafnarfjörður og Kópavogur. Það starfar samkvæmt lögum um matvæli, hollustuhætti og mengunarvarnir. Það hefur meðal annars eftirlit með dreifingu og sölu matvæla, smásölu tóbaks, sinnir almennu umhverfiseftirliti og fylgist með framkvæmd mengunarvarna. Einnig er eftirlit með hreinlætisbúnaði og aðstöðu í opinberum byggingum og öðrum þeim fyrirtækjum sem stunda þjónustu við almenning. Íbúar eru hvattir til þess að hafa samband við heilbrigðiseftirlitið ef þeir telja tilefni til kvartana, til dæmis vegna skemmdra matvæla í verslunum, sóðaskapar utanhúss, tóbaksreykinga í þjónusturýmum eða annarra atriða sem falla undir verksvið eftirlitsins.

Tilkynningar vegna hundahalds sendast á hhk@heilbrigdiseftirlit.is

Eldri útgáfu á okkar heimasíðu er að finna undir eldri.heilbrigdiseftirlit.is

HEIMASÍÐA HEILBRIGÐISEFTIRLITISINS ER Í VINNSLU. HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA 550 5400 EF UPPLÝSINGAR VANTAR

Fundargerðir

01.10.2019

Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 30. september 2019

27.08.2019

Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 26.08.2019

02.07.2019

Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 1.7.2019

04.06.2019

Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 27. maí 2019

30.04.2019

Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 29. apríl 2019